Þverfaglegt námskeið sem 270 nemendur Háskólans í Reykjavík taka þátt í vetur í, hófst í dag með hópeflisdegi sem ráðgjafafyrirtækið Capacent stjórnaði. Námskeiðið er um nýsköpun og stofnun fyrirtækja og hefur verið haldið árlega frá stofnun skólans, með því hlutverki að auka færni nemenda við að takast á við sameiginleg verkefni þar sem hámarksvirkni getur leitt til árangurs og upplifunar sem er þeim mikilvæg.

Að sögn Hrefnu Sigríðar Briem, forstöðumanns B.Sc. náms viðskiptadeildar HR, hefur námskeiðið, frá tíð Guðfinnu Bjarnadóttur þáverandi rektor, vakið athygli víða um heim innan háskólasamfélagsins. Það sem er sérstakt við það er að nemendur úr öllum deildum skólans, 1. árs nemendur úr viðskiptadeild og lagadeild, ásamt 2. árs nemendum úr verkfræði- og tölvunardeild, vinna þverfaglega saman að sameiginlegum verkefnum, en sjaldgæft að svona víðtæk námskeið eru haldin með þessum hætti. Námskeiðið tekur rúma 3 mánuði og skila nemendur í lok þess viðskiptaáætlun.

Með námskeiðinu, sem er það stærsta og veigamesta sem haldið er hjá HR, er í raun verið að leggja undirstöðuna að háskólanámi nemendanna, kenna þeim grundvallaratriði samvinnu og skapandi hugsunar, og virkja þá hæfni nemenda sem þarf til þess að stofna og unnið af viðskiptahugmynd  og komið henni í framkvæmd.  “Þarfir atvinnulífsins eru þær að það þurfti að undirbúa nemendur vel fyrir það. Með þessu námskeið leggjum við grunni að því,” sagði Hrefna sem er gert með því að kenna þeim hæfnina í góðri samskiptaleikni, mikilvægi sérfræðiþekkingu og þverfaglegar færni.

Hópeflisdagurinn

Sem fyrr segir hófst námskeiðið með sérstökum hópeflisdegi, þar sem ráðgjafafyrirtækið Capacent var fengið til þess að leiðbeina nemendum í gegnum dag fullan af allskyns verkefnum sem leyst voru í hópum. Þá var unnið út frá fjórum megin gildum HR, sem er metnaður, heilindi, snerpa og áræðni. Slíkir dagar hafa verðið haldnir áður með góðum árangri.