Norræni fjárfestingabankinn Carnegie hefur gefið út 345.400 nýja hluti í bankanum. Alls eru útistandandi hlutir nú 67.729.900 og ef miðað er við gengi hluta í félaginu í Kauphöllinni í Stokkhólmi má áætla að markaðsvirði Carnegie sé tæpir 7,9 milljarðar sænskra króna eða 63 milljarðar króna að því er Vegvísir Landsbankans greinir frá.

Landsbankinn á 20,5% hlut í Carnegie og er jafnframt stærsti einstaki hluthafinn í félaginu.

Gengi hluta í Carnegie lækkaði um 0,85% í viðskiptum dagsins. Gengið stendur nú í 116,5 SEK á hlut og hefur alls hækkað um rúmlega 35% frá ársbyrjun. Til samanburðar hefur OMX Stockholm 30 vísitalan hækkað um tæp 30% á sama tímabili.