*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 24. október 2014 14:23

Century Aluminum kaupir álver í Bandaríkjunum

Móðurfélag Norðuráls hefur keypt 50,3% hlut Alcoa í Mt. Holly álverinu í Suður Karólínu í Bandaríkjunum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, hefur keypt 50,3% hlut Alcoa í Mt. Holly álverinu í Suður Karólínu í Bandaríkjunum.

Með kaupunum eignast Century Aluminum fyrirtækið Alumax, dótturfélag Alcoa, sem hélt utan um eignarhlutinn í Mt. Holly og nemur kaupverðið 67,5 milljónum bandaríkjadollara.

Eftir kaupin verður álverið í 100% eigu Century Aluminum. Um 600 manns starfa í Mt. Holly álverinu og er framleiðslugeta þess 229 þúsund tonn á ári.

Stikkorð: Century Aluminum