Tilkynnt var í gær að DaimlerChrysler hefði ákveðið að selja 80,1% hlut sinn í bandaríska bifreiðaframleiðandanum Chrysler til einkafjárfestingarsjóðsins Cerberus Capital Management. Kaupverðið er 7,4 milljarðar Bandaríkjadala. Sagt er að búið sé að tryggja stuðning verkalýðsfélaga við viðskiptin og gert er ráð fyrir að kaupin gangi í gegn á þriðja ársfjórðungi.

Daimler-Benz og Chrysler Group sameinuðust árið 1998 undir merkjum DamlerChrysler. Fyrrnefnda fyrirtækið borgaði 36 milljarða dala fyrir Chrysler en reksturinn hefur gengið illa síðan þá. Gert er ráð fyrir að Cerberus muni nú ráðast í að skera niður í rekstri fyrirtækisins til þess að komu honum í ásættanlegt horf.