Bandaríska raftækjakeðjan Circuit City hefur óskað greiðslustöðvun og mun að öllum líkindum óska eftir gjaldþrotaskiptum á næstu vikum.

Circuit City er næst stærsta raftækjakeðja Bandaríkjanna.

Aðeins er liðin vika síðan Circuit City tilkynnti um miklar sparnaðaraðgerðir , sem meðal annars fólu það í sér að loka 155 verslunum eða um 20% verslunum keðjunnar.

Að sögn Reuters fréttastofunnar hefur félagið átt í miklum greiðsluerfiðleikum í kjölfar þeirrar fjármálakrísu sem nú ríkir en Circuit City hefur nú tapað fjármagni fimm ársfjórðunga í röð.

Í frétt Reuters kemur fram að félagið hafi tryggt sér lán upp á 1,1 milljarð Bandaríkjadala til afnota á meðan félagið er í greiðslustöðvun.

Þá kemur fram að Circuit City hefur augljóslega orðið undir í harðri samkeppni við helsta keppinaut sinn, Best Buy en Best Buy tilkynnti í síðustu viku að keðjan hefði áhuga á að kaupa þær verslanir sem Circuit City myndi loka.