Spænski drykkjarvöruframleiðandinn Cobega er búinn að greiða fyrir Vífilfell og hefur fengið eignarhlut sinn í fyrirtækinu afhentan. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að þetta hafi gerst núna í byrjun maí. Þorsteinn M. Jónsson, fráfarandi eigandi Vífilfells, er þó enn stjórnarformaður félagsins.

Kaupverðið er trúnaðarmál en við söluna á sér stað fullnaðaruppgjör á skuldum tveggja eignarhaldsfélaga Þorsteins, Sólstafa og Neanu, við Arion banka. Samtals námu skuldir þessara félaga um 6,5 milljörðum króna. Uppgjörið felur líka í sér að heildarskuldir Vífilfells lækka niður í um 2 milljarða króna.

Engar breytingar verða á stjórnendateymi Vífilfells við eigendaskiptin, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins. Raunar er ekki búist við neinum sérstökum breytingum á starfseminni yfir höfuð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • VBS kærir Kaupang
  • Stjórnvöld ætla að breyta kvótakerfinu
  • Fréttaskýring: Kostnaður við launþega hækkar
  • Ákæra á hendur Geir lögð fram
  • Osama bin Laden kennt um hrun
  • Ekki færri starfsmenn í fjármálafyrirtækjum í 13 ár
  • Microsoft veðjar á Skype
  • Yfirstjórn Actavis flutt til Sviss
  • Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ segir útgerðarmenn vera aukaatriði, sjávarútvegurinn í heild sé undir, í viðtali við Viðskiptablaðið.
  • Dægurmál: Eldborg Hörpunnar kostar um 900 þúsund