Næststærsti banki Þýskalands, Commerzbank, mun fækka störfum um 4.000 til 6.000 á næstu fjórum árum til að minnka rekstrarkostnað sinn. Í frétt Bloomberg segir að starfsfólki muni fækka í öllum starfsstöðvum fyrirtækisins um heim allan og að bankinn eigi í viðræðum við stéttarfélög um aðgerðirnar.

Er haft eftir Ulrich Sieber, einum af framkvæmdastjórum bankans, að ætli Commerzbank sér að ná markmiðum um hagnað og vöxt í erfiðu starfsumhverfi verði hann að gera breytingar á starfsmannahaldi.

Við lok þriðja ársfjórðungs störfuðu um 56.300 manns hjá bankanum og er því verið að tala um um það bil 10% fækkun starfsmanna.