Lyfjastofnun staðfesti á mánudag framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði. Coripharma er íslenskt lyfjafyrirtæki sem ásamt meðfjárfestum keypti í sumar lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnar­f­irði og húsnæði fyrirtækisins við Reykjavíkurveg 76 af ísraelska lyfjarisanum Teva Pharmaceutical Industries.

Að sögn Bjarna Þorvarðarsonar, forstjóra Coripharma hefur fyrirtækið, sem einbeitir sér aðallega að framleiðslu samheitalyfja, nú þegar hafið framleiðslu á fyrstu lyfjunum.