Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, segir breytingar á smásöluvísitölunni í júní benda til þess að Costco hafi selt dagvöru fyrir 300 til 400 milljónir, sem sé nokkurn veginn í takt við söluna í stærstu dagvöruverslunum, Bónuss, Nettó og Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í viðtali við Ómar í Morgunblaðinu .

Nýverið ákváðu Hagar að segja sig úr smásölvuvísitölunni og mun það hafa kveðið á um endalok hennar. Því eru engar opinberar tölur um veltu í júlí. Ómar rifjar enn fremur upp greiningu Jóns Björnssonar, forstjóra Krónunnar, á mögulegri hlutdeild Costco en margt bendir til þess að sú greining sé nærri lagi.

Samkvæmt henni má áætla að velta Costco í júní hafi verið um 1,1 til 1,2 milljarðar króma, þar með talið í dagvöru, sérvöru og eldsneyti og að margir finni í kjölfarið fyrir því.

„Mesti titringurinn og áhyggjurnar vegna komu Costco eru ekki í dagvörubúðunum heldur á fjármálamarkaði,“ segir Ómar og vísar þar með til mikilla lækkana á gengi hlutabréf í Högum undanfarna mánuði.