Bankinn Credit Suisse hefur skýrt frá því að hann hafi fært niður verð á tilteknum eignavörðum verðbréfum (e. asset-backed securities, ABS) um 2,85 milljarða dala, jafnvirði rúmra 190 milljarða króna, að því er fram kemur hjá WSJ. Að hluta til er ástæðan sögð vera rangar færslur og verðlagning hjá nokkrum miðlurum.

Credit Suisse, sem hefur hingað til verið talinn hafa sloppið tiltölulega vel frá alþjóðlegu lánsfjárkrísunni, segir að verið sé að kanna hvort þetta muni hafa áhrif á uppgjör ársins í fyrra, sem kynnt var fyrir viku. Bankinn segir að það sem af er þessum fjórðungi sé afkoma bankans jákvæð, þrátt fyrir þessar niðurfærslur.