Creditinfo Ísland spáir því að á næstu tólf mánuðum muni rúmlega þúsund íslensk fyrirtæki lenda í verulegum greiðsluerfi ðleikum, árangurslausu fjárnámi eða gjaldþroti. Þetta er byggt á greiningu á gögnum félagsins, sem heldur m.a. um vanskilaskrá. Nú eru rúmlega sex þúsund lögaðilar á vanskilaskrá. Hluti þeirra hefur þegar beðið gjaldþrot, að sögn Rakelar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo Ísland, en ekki horfi r gæfulega fyrir fjölmörgum öðrum.

Til samanburðar má geta þess að samkvæmt upplýsingum CreditInfo Ísland urðu 368 fyrirtæki gjaldþrota árið 2006, eða 1,3% skráðra fyrirtækja, og 475 árið 2007, eða 1,6% skráðra fyrirtækja hérlendis. Gangi spá Creditinfo eftir verða gjaldþrot næstu tólf mánaða því allt að tvöfalt meiri en á liðnum misserum.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .