Kosið var í forvali Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í gær og þar minnkaði munurinn á milli Ted Cruz og Donald Trump hjá Repúblikanaflokknum. Bernie Sanders, frambjóðandi Demókrataflokksins bætti við sig tveimur fylkjum en þrátt fyrir það heldur Hillary Clinton enn forskotinu.

Ted Cruz sigraði í Kansas og Maine á meðan Donald Trump sigraði í Louisiana og Kentucky með mjóum munum. Trump heldur enn forskoti sínu. Marco Rubio átti litlu fylgi að fagna og skoraði Donald Trump á hann að draga framboð sitt til baka.

„Marco Rubio átti mjög, mjög slæma nótt," sagði Trump eftir að niðurstöður gærkvöldsins voru kynntar. „Það er kominn tími til að hann dragi framboð sitt til baka ... Mér þætti vænt um að geta tekist á við Ted einan. Það væri mjög gaman."