*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 29. júní 2016 14:06

Dæmdir fyrir að leka gögnum

Tveir starfsmenn PricewaterhousCoopers voru dæmdir fyrir að upplýsa um skattsvindl í Lúxemborg.

Ritstjórn

Tveir fyrrum starfsmenn PricewaterhouseCoopers í Lúxemborg hafa verið sakfelldir fyrir að hafa lekið skattaaupplýsingum í nóvember 2014.

Forseti framkvæmdastjórnar ESB kom við sögu

Lekinn var kallaður Luxleak en áhrif hans á almenna umræðu var sérstaklega mikill því að fyrrum forsætisráðherra landsins, Jean-Claude Juncker, var þá nýskipaður forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Bar hann ábyrgð á því að samþykkt voru skattalög sem gerðu stórfyrirtækjum kleyft að komast hjá greiðslum með því að nýta sér Evróputilskipanir. Var það gert með því að setja upp lágmarksstarfsemi í landinu en reglurnar leyfðu meðal annars að skattar væru greiddir í því landi þar sem höfuðstöðvar þess væru í.

Blaðamaðurinn sýknaður

Framkvæmdastjórn ESB komst að því eftir árslanga rannsókn að skattasamningar sem högnuðust sumum stórfyrirtækjum félli undir skilning um ólöglega ríkisaðstoð.

Starfsmennirnir, Antoine Deltour og Raphael Halet voru dæmdir í annar svegar 12 mánuði og hins vegar 9 mánaða fangelsi fyrir að leka upplýsingunum, en blaðamaðurinn Edouard Perrin, sem upplýsti um lekann var sýknaður.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is