Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins.

Um er að ræða hámarksgreiðslu gisti- og fæðiskostnaðar, en í tilkynningu stjórnarráðsins um málið er sagt að meginreglan sé að kostnaður vegna ferðalaga innanlands sé greiddur eftir reikningi. Ákvörðunin tekur gildi frá og með í dag, 1. júní.

Hér má sjá skiptingu hámarksgreiðslna:

  • 1. Gisting og fæði í einn sólarhring    kr. 35.900
  • 2. Gisting í einn sólarhring    " 24.600
  • 3. Fæði hvern heilan dag, minnst10 tíma ferðalag    " 11.300
  • 4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tímaferðalag    " 5.650