Sama dag og fríblöðin 24timer og Dato streyma inn á dönsk heimili, lítur nú út fyrir að Dagsbrún hafi fengið bakþanka um útgáfu Nyhedsavisen, segir í frétt Børsen.

Dagsbrún hefur tilkynnt um stofnun sjóðs sem mun taka yfir útgáfu Nyhedsavisen. Dagsbrún mun leggja 600 milljónir króna í sjóðinn og verður minnihlutaeigandi. Dagsbrún mun sjá um rekstur sjóðsins og fá þóknunartekjur.

Dagsbrún hefur ekki gefið upp hverjir aðrir fjárfestar muni verða í sjóðnum, en það munu bæði verða innlendir og erlendir fjárfestar.

Dagsbrún myndi gefa upp hverjir fjárfestarnir væri, ef þeir væru þeir til staðar, segir fyrrum bankastjóri Føroya banka, Jørn Astrup Hansen, sem hefur verið á Íslandi að kanna fjármögnun Nyhedsavisen fyrir danska blaðið Journalisten, ?ef ekki bara til að auka trúverðugleika útgáfunnar sem undanfarna mánuði hefur sett danskan fjölmiðlamarkað í upplausn."

?Það lítur út fyrir að Dagsbrún hafi nú bakþanka um útgáfu Nyhedsavisen í kjölfar lélegs uppgjörs fyrir fyrri helming árs," segir Hansen.

Hansen segir að Dagsbrún sé þó ekki eina fyrirtækið í fríblaðastríðinu sem eigi í fjárhagsvandræðum, en hann segir að fjármögnun fríblaðana sé svo ?hræðileg að hann fái hroll við tilhugsunina eina."