Dagur B. Eggertsson tók í dag við embætti borgarstjóra í Reykjavík á borgarstjórnarfundi þar sem ný borgarstjórn fundaði í fyrsta sinn eftir kosningar.  Jón Gnarr, fráfarandi borgarstjóri, afhenti honum síðan lykla við hátíðlega athöfn í Höfða.

Fram kemur í tilkynningu að í upphafi borgarstjórnarfundar var Sóley Tómasdóttir kjörin forseti borgarstjórnar og Elsa Hrafnhildur Yeoman var kjörin 1. varaforseti borgarstjórnar og Halldór Auðar Svansson 2. varaforseti borgarstjórnar.

Kosið var í ráð og nefndir borgarinnar og stjórnir fyrirtækja hennar á borgarstjórnarfundinum. S. Björn Blöndal var kjörinn formaður borgarráðs.

Þá samþykkti borgarstjórn að breyta hlutverki stjórnkerfisnefndar og stofna nýtt stjórnkerfis- og lýðræðisráð sem Halldór Auðar Svansson mun stýra.