Hlutabréf hafa hækkaði í Evrópu í byrjun dags. Reuters fréttastofan greinir frá því að vonir séu nú bundnar við að bankar og fjármálafyrirtæki fari að hreinsa til í uppgjörum sínum eins og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hvatti þau til fyrr í vikunni til að sýna sem fyrst hvers konar stöðu þau væru í vegna afskrifta og rekstrartaps.

Royal Bank of Scotland tilkynnti þá í morgun að bankinn hugðist auka hlutafé sitt og segir viðmælandi Reuters að það sé „góð tilfinning“ meðal bankamanna í dag og útskýrir það með því að menn séu tilbúnir að bretta upp ermar og láta til sín taka á mörkuðum.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur hækkað um 0,6% í morgun.

Þá hefur FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkað um 0,25%, AEX vísitalan í Amsterdam um 0,7% sem og DAX vísitalan í Frankfurt. Í París hefur CAC 40 vísitalan hækkað um 0,6%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 0,5% en í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 1,1%.