Gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst síðan ljóst var að Trump hafði sigrað forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í gær og hefur það ekki verið hærra síðan 15. október 2008 þegar dalurinn stóð í 109,68 krónum.

Samkvæmt heimasíðu Seðlabankans stóð Bandaríkjadalurinn í 111,11 krónum í gær, en í dag fæst hann fyrir 110,21 krónu.

Veiktist en náði sér að hluta á ný

Gengi Bandaríkjadals hefur einnig lækkað gagnvart öðrum viðmiðunarmyntum, þegar markaðir opnuðu stóð dalurinn í 0,90917 evrum, en þegar leið á morguninn fór hann lægst niður í 0,88524 evrur, en nú er gengið aftur komið upp í 0,90521 evrur.

Breska pundið styrktist einnig gagnvart dalnum, fór það úr því að vera 0,80877 pund hver dalur mest í að vera 0,79728 pund en stendur það nú í 0,80532.

Japanska jenið styrktist mikið gagnvart dalnum, fór það úr því að standa í 105,11546 yen fyrir hvern dal mest niður í 101,24694 yen fyrir dalinn. Síðan hefur yenið veikst á ný og fást nú 103,3274 yen fyrir hvern dal.