Ný 130 fermetra sérverslun í eigu 66°Norður opnaði við Sværtegade 12 í Kaupmannahöfn á föstudaginn.

„Þó að verslunin hafi bara verið opin í nokkra daga hafa viðtökurnar verið góðar og salan um síðustu helgi var mjög góð,“ segir Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri 66°Norður.

„Við höfum líka séð það á netsölunni okkar að Danir kunna að meta okkar vörumerki. Síðan búa náttúrlega 20 þúsund Íslendingar í Danmörku og þeir þekkja flestir okkar vörur. Við ákváðum að opna áður en við færum af stað með auglýsingaherferðina. Við ætlum að gefa okkur smá tíma í að fínstilla ýmsa hluti í versluninni áður en við förum á fullt að auglýsa, en við gerum það væntanlega í desember.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .