Ríkisstjórn Danmörku hyggst einkavæða Dönsku járnbrautirnar (DSB) fyrir árið 2022.  Þetta kemur fram á vef Berlinske Tidende.

Er þessi ákvörðun tekin vegna mikils kostnaðar við að rafmagnsvæða járnbrautarkerfið en lang flestar lestir eru knúnar díesilvélum.  Söluandvirði DSB verður notað í rafmagnsvæðinguna.

Kristian Pihl Lorentzen talsmaður Venstre (hægriflokksins) í samgöngumálum sagði í samtali við BT að þetta væri ekki spurning um hugmyndafræði heldur að skipuleggja járnbrautarkerfið á þann hátt, að farþegar fái bestu mögulegu þjónustu og DSB geti verið samkeppnishæft fyrirtæki.