Danmörk ætlar að binda endi á ný olíu- og gasleitarverkefni í Norðursjó, að því er BBC greinir frá. Er þetta hluti af stórri áætlun sem hefur það að markmiði að Danir verði hættir að framleiða jarðefnaeldsneyti árið 2050. Danmörk er í dag stærsti olíuframleiðandi sem fyrir finnst meðal ríkja í Evrópusambandinu.

Ríkisstjórn Danmerkur ákvað að sama skapi að hætta að taka á móti nýjum leyfisveitingum frá einkafyrirtækjum til að mega hefja leit eftir jarðefnaeldsneyti, og svo í kjölfarið olíu- og gasframleiðslu.

Umhverfisráðherra Danmerkur segir að með þessu sé verið að binda endi á tímaskeið jarðefnaeldsneytisframleiðslu í landinu. Samtök umhverfissinna í Danmörku lýsa þessari ákvörðun stjórnvalda sem „vatnaskilum".