Danske Bank hyggst kaupa finnska bankann Sampo bank á 30,1 milljarð danskra króna (350 milljarðar króna), segir í frétt Dow Jones.

Sampo Bank er þriðji stærsti banki Finnlands og rekur útibú Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Bankinn lauk einnig nýlega yfirtöku á rússneskum banka.

Það er finnska tryggingarfélagið Sampo Oyj sem selur, en Danske Bank hyggst auka hlutafé sitt til að fjármagna kaupin og væntir þess að taka inn 14 milljarða danskra króna (163 milljarða króna.)

Afgangur kaupverðsins verður fjármagnaður með skuldabréfaútgáfu (tier-1), ásamt öðrum fjármagnsleiðum.