Takið stöðu gegn krónu, ráðleggur Danske Bank og segir íslensku krónuna mjög viðkvæma fyrir óróleika á fjármálamörkuðum, líkt og ríkir nú um stundir, að því er fram kemur hjá fréttaveitunni DowJonesNews.

Þar kemur fram að á Íslandi er vaxandi verðbólguþrýstingur og mikill viðskiptahalli. Í janúar munu stór jöklabréf falla á gjalddaga, eða um 70 milljarðar króna. Jafnframt segir danski bankinn að merki séu um spennu hjá íslenska fjármálageiranum og að fjármögnunarkostnaður hafi aukist verulega í kjölfar lausafjárþurrðar. Allt ofangreint er merki um veikingu krónunnar, að sögn Danske Bank.