„Samningurinn felur það í sér að ProQuest mun nota okkar tækni til þess að bjóða nýja vöru til sinna viðskiptavina sem eru 3.000 háskólar útum allan heim,“ segir Hjálmar Gíslason, stofnandi DataMarket, í viðtali við vb.is. Fyrirtækið hefur selt hugbúnað til alþjóðlegu gagnamiðlunarinnar ProQuest um upplýsingavinnslu og gagnadreifingu á alþjóðavísu. Skrifað var undir samning í dag.

Hjálmar segir næsta skref ProQuest að semja viðskiptavini sína um kaup á vörunni.

Verðmæti samningsins nemur 4,2 milljónum dollara, ríflega hálfum milljarði íslenskra króna, til sjö ára. „Þetta er samningur sem tryggi okkur ákveðnar lágmarkstekjur næstu sjö árin og síðan eigum við hlut í velgengni ef vel gengur að koma vörunni út,“ segir Hjálmar.

Með samstarfinu er DataMarket að bæta við fjölda gagna frá fleiri aðilum af því tagi sem þeir bjóða upp á nú þegar t.d. hagstofum og seðlabönkum, víðsvegar um heiminn. Auk þess á ProQuest gríðarlega stóran gagnabanka með fréttum og ritrýndum vísindagreinum sem tvinna á saman við göng DataMarket að sögn Hjálmars. "Auk þess er þarna inni samstarf við fyrirtækið sem heitir Oxford Economics sem greinir hagfræðigögn og reynir að samræma þau um öll lönd í heiminum," segir Hjálmar.