*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 29. október 2009 09:44

Davíð treyst best

Traust á leiðtogum landsins eins og það birtist í könnun fyrir Viðskiptablaðið

Sigurður Már Jónsson
Axel Jón Fjeldsted

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri, var nefndur oftast þegar spurt var um hver ætti að leiða Íslendinga út úr efnahagskreppunni.

Næst á eftir honum kemur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í þriðja sæti kom Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Þetta kemur fram í könnun MMR (Markaðs - og miðlarannsókna) sem gerð var fyrir Viðskiptablaðið. Spurt var: Hverjum eftirtalinna einstaklinga myndir þú treysta best til að leiða Íslendinga út úr efnahagsk r eppunni?

Um leið voru nöfn þeirra sem koma fram á myndinni talin upp. Af þeim sem tóku þátt fengust svör frá 630 manns sem jafngildir 65,1% svarhlutfalli.

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöðurnar sýni að á þessum óvissutímum sé eftirspurn eftir leiðtogum með reynslu. Þau þrjú sem lengst hafa starfað í stjórnmálum hafa afgerandi forskot á ungu formennina, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson.

 

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.