Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri, var nefndur oftast þegar spurt var um hver ætti að leiða Íslendinga út úr efnahagskreppunni.

Næst á eftir honum kemur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í þriðja sæti kom Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Þetta kemur fram í könnun MMR (Markaðs - og miðlarannsókna) sem gerð var fyrir Viðskiptablaðið. Spurt var: Hverjum eftirtalinna einstaklinga myndir þú treysta best til að leiða Íslendinga út úr efnahagsk r eppunni?

Um leið voru nöfn þeirra sem koma fram á myndinni talin upp. Af þeim sem tóku þátt fengust svör frá 630 manns sem jafngildir 65,1% svarhlutfalli.

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að niðurstöðurnar sýni að á þessum óvissutímum sé eftirspurn eftir leiðtogum með reynslu. Þau þrjú sem lengst hafa starfað í stjórnmálum hafa afgerandi forskot á ungu formennina, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .