Amazon og Hachette tilkynntu í dag að samkomulag hefði náðst með undirritun dreifingasamnings á bókum þess síðarnefnda. Um margra mánaða skeið höfðu þessir aðilar deilt með tiltölulega hatrömmum hætti.

Deilurnar spruttu vegna þess að Amazon vildi lækkað verð á bókum útgefnum af Hachette, sem útgefandinn taldi að væri allt of lágt.

Smáatriði samningsins eru ekki kunn á þessu stigi en fyrirsvarsmenn beggja félaganna segjast ánægðir með samkomulagið. Útgefandinn segir að hann muni bæta verulega í markaðssetningu á meðan Amazon segir að hann muni leiða af sér enn lækkað verð á rafbókum.

Nánar er greint frá málinu á vef New York Times.