Bandaríska flugfélagið Delta, sem hóf Íslandsflug árið 2011, hefur fengið leyfi á Keflavíkurflugvelli fyrir daglegu áætlunarflugi hingað til lands frá bandarísku borginni Minneapolis yfir sumarmánuðina. Túristi greinir frá þessu.

Icelandair hefur um árabil flogið til borgarinnar yfir aðalferðamannatímann og er því útlit fyrir samkeppni á þessari flugleið í sumar. Talskona Delta vill þó ekki staðfesta við Túrista að félagið muni nota alla þá afgreiðslutíma sem það hefur fengið úthlutað við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næsta ári.