Deutsche Bank AG sem er stærsti banki Þýskalands íhugar að sækja 9 milljarða evra í hlutafjárútboði á næstunni, jafnvel í næstu viku. Hefur fréttavef Bloomberg þetta eftir heimildarmönnum. Yrði það gert til að mæta strangari reglum um eigið fé og til að hafa nægt fjármagn til að auka hlut sinn í Deutsche Postbank AG sem er með aðsetur í Bonn. Nú þegar á DB tæplega 30% hlut í bankanum. Forstjóri Deutsche Bank, Josef Ackermann, hefur sagt að bankinn muni aðeins sækja aukið hlutafé til að fjármagna yfirtökur.