Deutsche Telekom, stærsta fjarskiptafyrirtæki Evrópu, ætlar að fækka störfum í fyrirtækinu um 32 þúsund manns á næsta ári. Árið 2006 féll hagnaður fyrirtækisins um 43% niður í 3,2 milljarða evra. Þýska ríkið á enn um þriðjungs eignarhlut í Deutsche Telekom.

Minnkandi markaðshlutdeild í Þýskalandi er helsta ástæða þess að tekjur félagsins hafa dregist saman og í kjölfarið hagnaður fyrirtækisins einnig. Mikil endurskipulagning á rekstri Deutsche Telekom liggur nú þegar fyrir og hefur kostnaður vegna þess haft töluverð áhrif á afkomu fyrirtækisins.