© Aðsend mynd (AÐSEND)

Díana Dögg Víglundsdóttir hefur verið ráðin sem vefstjóri N1 á markaðssviði. Hún mun stýra áframhaldandi þróun vefmála félagsins og rafrænni boðmiðlun auk annarra verkefna.

Fram kemur í tilkynningu að Díana Dögg er með MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og BS gráðu í ferðamálafræði og viðskiptafræði með áherslu á stjórnun.

Áður en hún hóf störf hjá N1 starfaði hún hjá Háskóla Íslands, fyrst sem verkefnastjóri vefmála en frá árinu 2009 var hún vefstjóri skólans. Þar stýrði hún þróun vefmála en vefur Háskóla Íslands er einn af stærri vefjum landsins. Díana Dögg hafði yfirumsjón með öllum sérvefjum hjá skólanum sem telja um 200 stofnanavefi auk annarra sér vefsvæða. Díana Dögg situr í stjórn faghóps um vefstjórnun hjá SKÝ. Frá árinu 2009 hefur hún kennt blaðamennsku á námskeiðum í Háskóla unga fólksins auk þess að vera leiðbeinandi í lokaverkefnum í MA námi í blaða- og fréttamennsku hjá Háskóla Íslands.