Dómari í Texas féllst á kröfu ilmvatnsframleiðandans Chanel um að fyrirtækið mætti taka yfir um 700 lén á internetinu, sem Chanel telur að brjóti gegn höfundar- og vörumerkjarétti sínum. Auk þess að geta tekið lénin yfir færði dómarinn Chanel heimild til að taka lénin út úr leitarniðurstöðum í leitarvélum eins og Google og Bing.

Það sem vakið hefur einna mesta athygli er að í dómnum felst að Chanel má bæta við lénum á listann, að því er virðist eftirlitslaust, og geta eigendur þeirra ekki kært þá ákvörðun fyrirtækisins til dómstóla. Chanel hefur því í raun verið fært alræðisvald yfir internetinu, a.m.k. þar til dómnum verður hrundið á æðra dómstigi.