Landsbankinn ber nú fyrir sig bankaleynd þegar dómskvaddir matsmenn hafa beðið um aðgang að gögnum Sparisjóðs Vestmannaeyja. Eiga matsmennirnir að meta verðmæti stofnfjár í sparisjóðnum, en eftir að ekki var heldur komið til móts við sáttatillögu þeirra hafa Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin nú sent formanni bankaráðs Landsbankans bréf.

Sáttatilboðið fólst í því að matsmennirnir fengu lágmarksaðgang að gögnum án persónugreiningar, en bankinn bauð einunis upp á mjög takmarkaðann aðgang að því er Morgunblaði ð greinir frá. Í bréfi Vinnslustöðvarinnar og sveitarfélagsins er kallað eftir afstöðu bankaráðsins til aðgans matsmannanna, en bankaráðið mun taka bréfið fyrir á fundi nú í sumar. Þetta kemur fram í skriflegu svari bankans.