Arngrímur Ísberg héraðsdómari mun í dag klukkan 11:00 kveða upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi forstjóra Byrs, Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs, og Styrmi Þór Bragason, fyrrverandi forstjóra MP banka.

Málið snýst um lánveitingar Byrs upp á um milljarð króna m.a. til þess að kaupa stofnfé af ákærðu Ragnari og Jóni Þorsteini, og MP banka. Félagið Exeter Holdings fékk m.a. lán til þess að fara út í stofnfjárkaup. Ákært er fyrir umboðssvik, og svo er Styrmir Þór ákærður fyrir peningaþvætti að auki.