Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka, tekur nú þátt í stóru jarðhitaverkefni í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að viljayfirlýsing þess efnis hafi verið undirrituð í gær.

Glacier Securities verður ráðgjafi í umfangsmiklu jarðvarmaverkefni í Nevada í Bandaríkjunum. Hjá Glacier starfa sjö manns í New York og á Íslandi sem hafa þekkingu og reynslu á sviði fjármögnunar og ráðgjafar í jarðvarmaverkefnum og sjávarútvegi, m.a. í Bandaríkjunum, Chile og víðar.

Verkefnið sem um ræðir snýst um 15 milljón dollara lánveitingu frá Geothermal Regional Center til U.S. Geothermal Inc. Vegna þróunar og uppbyggingar á orkuveri í San Emido í Nevada í Bandaríkjunum.