Nýherji hf. setti kraft í útrásar stefnu sína með kaupum á danska SAP ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækinu AppliCon A/S í október 2005. Hefur AppliCon einnig hafið frekari sókn með stofnun félags í Bretlandi og þá er líka fyrirhugað að koma á fót starfsemi í Svíþjóð síðar á þessu ári.

Kaupin voru í samræmi viðstefnu Nýherja að auka starfssemi fyrirtækisins erlendis á sviði hugbúnaðarþjónustu og upplýsingatækni. Með kaupunum hafa skapast forsendur fyrir frekari sölu SAP og Microsoft lausna, sem þróaðar hafa verið hjá Nýherja, sem og ráðgjafarvinnu á erlendum mörkuðum. Nú hefur AppliCon einnig hafið frekari sókn með stofnun félags í Bretlandi og þá er líka fyrirhugað að koma á fót starfsemi í Svíþjóð síðar á þessu ári.

Samhliða kaupunum á AppliCon A/S var stofnað sérstakt félag um starfsemi hugbúnaðarlausna Nýherja undir nafninu AppliCon ehf. Jafnframt var stofnað sérstakt eignarhaldsfélag undir nafninu AppliCon Holding ehf., sem starfsemin í Danmörku og á Íslandi falla undir. AppliCon Holding er dótturfélag Nýherja. Starfsmenn eru um 65 í Danmörku og 65 á Íslandi. Heimamarkaður AppliCon eru Norðurlöndin og Bretland.

Fyrirtækin eru sjálfstætt starfandi í hverju landi, s.s. í Danmörku og Íslandi, og í Bretlandi er nú einnig búið að stofna AppliCon fyrirtæki sem hefur starfsemi með haustinu. Þá er á næstu mánuðum gert ráð fyrir að stofnað verði AppliCon fyrirtæki í Svíþjóð, og er verið að skoða þar ýmsa fjárfestingarkosti.

Starfsemi AppliCon snýst að verulegu leyti um markaðssetningu og sölu á SAP viðskiptahugbúnaði og þróun sérlausna fyrir mismunandi atvinnugreinar sem þeim tengjast. Höfuðstöðvar SAP eru í Walldorf, Þýskalandi, en fyrirtækið var stofnað árið 1972 og er skráð á nokkur verðbréfaþing þar á meðal Frankfurt Stock Exchange og New York Stock Exchange undir merkinu "SAP."

AppliCon A/S var stofnað 1998 og er einn stærsti samstarfsaðili hins þýska SAP í Danmörku og eitt af öflugri SAP ráðgjafarfyrirtækjum þar í landi.