deCODE hefur tilkynnt um nýjan meðlim í stjórn félagsins, doktor Peter Goodfellow, sem mun taka sæti í stjórninni frá og með deginum í dag.

Goodfellow var þar til nýlega varaforseti við rannsóknardeild við GlaxoSmithKline, en hann gegndi þeirri stöðu síðustu sex ár. Einnig starfaði hann áður sem yfirmaður hjá SmithKline Beecham-stofnunni og við Cambridge Háskóla og stundaði rannsóknir við the Imperial Cancer Research Fund. Goodfellow hlaut doktorsgráðu sína frá Oxford Háskóla.

Á löngum ferli sínum hefur Goodfellow unnið ötullega við að tengja saman genarannsóknir og lyfjaþróun. Bakgrunnur hans fellur því vel að starfsemi deCODE sem eimitt styðst við nýjar uppgötvanir í genafræðum til að þróa lyf við algengum sjúkdómum.

Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, segir í tilkynningu:

"Ég hef fulla trúa að reynsla hans mun nýtst deCODE vel við að bæta starfsemina og þá sérstaklega við vöruþróun. Ég er mjög ánægður með þennan liðsauka".