Forstjóri hópkauparisans Groupon, Andrew Mason, hélt fund með starfsmönnum fyrirtækisins í gær þar sem hann brýndi fyrir þeim mikilvægi fagmennsku og sagði fyrirtækið þurfa að „fullorðnast“. „Að mörgu leyti erum við eins og smábarn í líkama fullorðins manns,“ sagði hann. Málstaður hann er þó sagður hafa borið nokkurn hnekki þegar honum vafðist tunga um tönn og sagði ástæðuna vera þá að hann hefði drukkið of mikinn bjór.

Groupon hefur verið að berjast við endurheimta traust fjárfesta, aðeins sex mánuðum eftir að félagið var skráð á markað. Í síðasta mánuði sendi fyrirtækið frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að umtalsverðir veikleikar í innra eftirliti með reikningshaldi hefðu fundist og að afkoma á fjórða ársfjórðungi síðasta árs væri töluvert verri en fyrri tilkynningar sögðu til um.