Atvinnuleysi í Bretlandi mældist 4,4% í júní og dróst saman um 0,1% frá mánuðinum á undan. Hefur stig atvinnuleysis í landinu ekki verið lægra frá árinu 1975, samkvæmt frétt BBC . Atvinnuþátttaka jókst einnig um 0,2% á milli mánaða og er nú 75,1% og hefur ekki verið hærra frá árinu 1971.

32 milljónir manna voru starfandi í Bretlandi á öðrum ársfjórðungi þessa árs og fjölgaði um 338.000 frá sama tímabili í fyrra.

Þrátt fyrir góða stöðu á vinnumarkaði heldur kaupmáttur áfram að dragast saman í landinu. Verðbólga mældist 2,6 sem varð til þess að kaupmáttur dróst saman um 0,5% samkvæmt gögnum frá hagstofu Bretlands.