Erlend verðbréfakaup í apríl námu 30,8 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra voru bréf seld fyrir 29 milljarða króna. Erlend verðbréfakaup voru því jákvæð um 1,8 milljarða króna í apríl og nema kaupin þá 26,6 milljörðum á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Á fyrstu þrem mánuðum ársins voru nettó kaup á bilinu 6-11 milljarðar króna þannig að kaupin í apríl voru töluvert minni sem skýrist af miklu leyti vegna þess að viðskipti með hlutabréf voru neikvæð um 4,3 milljarða í mánuðinum.

Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að eins og áður segir nema erlend verðbréfakaup nettó 26,6 milljörðum króna á árinu en það er mun meiri kaup heldur en hafa verið á sama tímabili undanfarin þrjú ár. Þarf að fara allt aftur til ársins 2000 til að sjá svipuð erlend verðbréfakaup en þá námu þau 22,1 milljörðum króna. Þessi miklu kaup á erlendum mörkuðum eru aðallega tilkomin vegna kaupa lífeyrissjóðanna sem juku við erlenda verðbréfaeign sína um 22,5 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins.