Nýjar lánveitingar í Kína dragast nú hratt saman frá mánuði til mánaðar, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hátt matarverð er farið að hafa áhrif á veltu í hagkerfinu. Í maí voru nýjar lánveitingar banka í Kína 85 milljarðar dollara, 9.600 milljarðar króna, en í apríl voru þær um 25 prósent hærri.

Þessar breytingar eru skarpari en reiknað var með og þykja sýna að nú sé farið að draga úr ævintýralegum vexti í Kína á nær öllum sviðum hagkerfisins.