Útflutningur frá Þýskalandi dróst saman um 2,4% á milli ára í maí, samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar. Þetta er talsvert meiri samdráttur en búist var við en meðalspá Reuters-fréttastofunnar hljóðaði upp á 0,4% samdrátt. Mestu munar um verulegan samdrátt í útflutningi á þýskum vörum til annarra evruríkja en hann nam 9,6% á milli ára. Um 40% alls útflutnings Þjóðverja fer til annarra evruríkja. Til samanburðar dróst útflutningur til annarra ríkja utan evrusvæðisins saman um 1,6%.

Reuters segir annan eins samdrátt hafi ekki sést í Þýskalandi síðan árið 2009 og geti niðurstaðan haft neikvæð áhrif á hagvöxt í Þýskalandi á árinu.