Vísitala neysluverðs í Þýskalandi hækkaði um 0,2% í maímánuði, samanborið við 0,4% hækkun í síðasta mánuði. Samkvæmt nýjum opinberum tölum sem voru kynntar í gær kemur fram að litlar verðhækkanir hafi verið á matvörum og að hitunarkostnaður hafi einnig lækkað. Þessar nýju verðbólgutölur voru að mestu leyti í samræmi við væntingar greiningaraðila. Verðbólga á ársgrundvelli í Þýskalandi mælist 1,9%.