Líklega er enginn vinnustaður hér á landi með jafn skapandi starfsanda og CCP. Mikið frjálsræði og sköpun er einkennandi, hvort sem litið er til starfsaðstöðu einstakra starfsmanna eða sameiginlegra rýma. Afþreyingarherbergi starfsmanna ber þess glöggt merki. Þar er að finna rafmagnstrommusett, borðtennisborð, fótboltaspil, spilakassa, bækur og ýmislegt fleira. Risavaxið fiskabúr setur einnig sterkan svip á herbergið.

Á veggjum mátti einnig sjá margar myndir af leikaranum góðkunna Jeff Bridges í hlutverki goðsagnarinnar Dude úr kvikmyndinni Big Lebowski. Þessar myndir skáru sig nokkuð úr glæsilegum teikningum sem margar voru svipaðar dulúð geimveraldarinnar. Blaðamanni og ljósmyndara lék forvitni á að vita hvers vegna Dude væri þarna á veggjum, glaðbeittur.

Torfi svaraði því til að nýlega hefði starfsmönnum dottið það í hug að standa fyrir sérstökum Dude-degi þar sem allir gengu um í sloppum, líkt og Dude gerir svo eftirminnilega í fyrrnefndri kvikmynd. Þetta bitnaði ekkert á vinnunni, sagði Torfi. Það sagði blaðamanni og ljósmyndara að Dude-deginum hafi verið haldið í skefjum, innan skynsamlegra marka. Að minnsta kosti á vinnutíma.

Sjá ítarlega umfjöllun í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær.