„Við erum með eitt hús til leigu sem er ekki til sýnis á síðunni okkar en þar kostar nóttin í kringum 100 þúsund krónur,“ seg­ir Guðmundur Lúther Hallgrímsson, sölustjóri hjá Bungalo.is. Á síðu fyrir­tækisins er að finna skrá yfir sumarhús á öllu landinu. Þangað getur fólk leitað sem vill leigja sér sumarbústað.

„Hús­ið er undir Eyjafjöllum og þar er svefn­pláss fyrir 10 manns og í heita pottinn komast 12 manns,“ segir Guðmundur. Um ódýrustu gistinguna segir Guð­mundur: „Við erum með lítinn stúd­íókofa í Búðardal þar sem er svefnpláss fyrir fjóra. Nóttin í honum kostar átta þúsund krónur,“ segir Guðmundur.

Á síðunni eru bústaðir flokkaðir eftir því hvar þeir eru á landinu og hvað er í boði eins og til dæmis heitur pottur, aðgengi fyrir hreyfihamlaða eða grill.