Mikill verðmunur er á orkuverði og þjónustu veitufyrirtækja í höfuðborgum Norðurlandanna. Árleg útgjöld eru meira en ferföld þar sem þau eru mest, í Kaupmannahöfn, miðað við þar sem þau eru minnst, í Reykjavík. Helsinki er næstódýrasta borgin á Norðurlöndunum, þar á eftir kemur Ósló og svo Stokkhólmur.

Í öllum tilvikum nema einu er þjónustan útlátaminnst í Reykjavík en minna er greitt fyrir fráveituna í Stokkhólmi en hér. Í Kaupmannahöfn er um níu sinnum hærri kostnaður sem þarf að greiða fyrir kalt vatn en í Reykjavík. Mesti munurinn er samt sem áður vegna húshitunar, en þar er Reykjavík ódýrust þrátt fyrir að hafa
lægsta meðalhitann af borgunum fimm.