Íslandi hefur í mörg ár verið ein virk og starfandi gerðardómsstofnun, Gerðardómur Viðskiptaráðs Íslands, og er honum ætlað að veita fyrirtækjum skjóta úrlausn ágreiningsmála. Þvert á það sem þekkist erlendis hefur slík gerðardómsmeðferð notið lítillar hylli í íslensku viðskiptalífi. Andri Árnason, lögmaður og formaður stjórnar dómsins, segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hagræði sem felist í því fyrir fyrirtæki að útkljá ágreiningsmál sín með gerðarmeðferð í stað þess að notast við almenna dómstóla. Auk þess sé mikilvægt að hafa virkan gerðardóm sem þennan til að styrkja samningsstöðu íslensks viðskiptalífs.

Mikilvægur vettvangur til að leysa úr ágreiningsefnum fyrirtækja

Í viðskiptalífinu er algengt að aðilar komi sér fyrirfram saman um það hvernig leyst skuli úr ágreiningi sem kann að vakna á síðari stigum samstarfs. Erlendar rannsóknir sýna að meirihluti fyrirtækja kýs að útkljá deilur sínar við önnur fyrirtæki, og þá sérstaklega erlend, með gerðarmeðferð í stað þess að fara fyrir almenna dómstóls.Taldir hafa verið til ýmsir kostir við gerðarmeðferðir umfram almenna málsmeðferð fyrir dómstólum. Þannig taka meðferðirnar gjarnan styttri tíma, trúnaðar er gætt um málsmeðferðina og niðurstöður auk þess sem niðurstaðan er að jafnaði bindandi fyrir málsaðila. Þá þarf kostnaður í reynd ekki að vera meiri en við rekstur almennra dómstóla þegar litið er til allra atriða. Málum er þó töluvert öðruvísi farið á Íslandi þar sem fáir hafa hingað til kosið að nota sér þjónustu Gerðardóms Viðskiptaráðs.

Að sögn Andra var dómurinn „endurræstur“, ef svo má að orði komast, árið 2003 en síðan þá hafa þó aðeins sjö mál fengið efnislega meðferð fyrir honum. Stjórn gerðardómsins og Viðskiptaráð Íslands hafa að undanförnu unnið mikið kynningarstarf með það fyrir augum að efla gerðardóminn.

Að sögn Andra geta kostir gerðarmeðferðar fyrir Gerðardóm Viðskiptaráðs verið fjölmargir. „Í kynningu okkar á dómnum höfum við lagt sérstaklega mikla áherslu á mikilvægi þess að efla Gerðardóm Viðskiptaráðs svo það sé einfaldlega hægt að segja að það sé virkur gerðardómur á Íslandi. Það vakna gjarnan deilur meðal samningsaðila í alþjóðaviðskiptum um hvaða lög eigi að gilda og hvaða dómstóll skuli komast að niðurstöðu í ágreiningsmálum. Jafnvel þó að samning eigi að framkvæma og efna hér á landi þá getur verið freistandi fyrir erlenda aðila að fara með ágreining fyrir gerðardóm erlendis, þá aðallega með þeim rökum að hér á landi sé enginn virkur gerðardómur. Við höfum því bent á að með því að efla þennan dómstól sé í raun verið að styrkja samningsstöðu íslensks viðskiptalífs,“ segir Andri.

Trúnaður um málsmeðferð og niðurstöður

Taldir hafa verið til ýmsir kostir við gerðarmeðferðir umfram almenna málsmeðferð fyrir dómstólum. Þannig taka meðferðirnar gjarnan styttri tíma, kosti minni pening, trúnaðar er gætt um málsmeðferðina og niðurstöður auk þess sem niðurstaðan er að jafnaði bindandi fyrir málsaðila.

„Þeir sem hafa notast við gerðardóma hafa talið að svona meðferð henti sérstaklega vel við ákveðnar aðstæður. Þá höfum við bent á að trúnaður um málsmeðferðina getur hentað sérstaklega vel í málum þar sem ágreiningur hefur vaknað milli fyrirtækja sem eru í viðskiptum eða sem gætu átt í frekari viðskiptum. Þegar ágreiningur fer fyrir almenna dómstóla þá vill hann gjarnan harðna og slíta aðila varanlega í sundur og veldur það oft á tíðum miklu meira tjóni heldur einungis sem lítur að hagmunum málsins,“ segir Andri.

Hann tekur sem dæmi nýlegt mál sem fór fyrir gerðardóminn. „Þar kom upp tiltekinn ágreiningur milli aðila sem voru í viðskiptasambandi og gátu mögulega átt frekara samstarf sín á milli. Það veit enginn nema gerðardómurinn hverjir málsaðilarnir voru eða hver ágreiningurinn var og með þessu fyrirkomulagi losnuðu þeir þannig við skaðlegar afleiðingar sem hlotist geta af opinberum málsmeðferðum.

Annað sem skiptir máli er að dómararnir sem komast að niðurstöðu í málinu geta verið mun sérhæfðari á tilteknum sviðum en í almenna dómstólakerfinu og auk þess eru ekki gerðar jafn strangar formkröfur varðandi öflun sönnunargagna og hjá almennum dómstólum, en t.d. dómkvaðning matsmanna á það til að tefja einkamál gríðarlega og matsgerðir kosta auk þess oft mikla fjármuni“ segir Andri.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.