Upphæðin jafngildir rúmum 73 þúsund milljörðum íslenskra króna. Á danska viðskiptavefnum epn.dk kemur fram að efnahagsreikningur bankans er tvöfalt stærri en landsframleiðslan í Danmörku.

Danske Bank er töluvert stærri en íslensku bankarnir, þegar miðað er við landsframleiðslu. Landsframleiðslan á Íslandi er í kringum 1700 milljarðar. Samanlagt voru efnahagsreikningar allra íslensku bankanna um 3812 milljarðar. Efnahagsreikningur stærsta bankans, Landsbankans, var tæpir 1100 milljarðar

Rekstur Danske bank á fyrri árshelmingi var líka með ágætum. Hagnaður bankans eftir skatta nam 3,7 milljörðum danskra króna, eða rúmum 70 milljörðum íslenskra.