Efnahagur Kína vegur þyngst þegar kemur að efnahagsvexti í heiminum um þessar mundir. Vöxturinn í Kína, sem var 11.5% á síðasta ársfjórðungi, hefur því mikil áhrif á gjaldmiðla, vexti og verðbólgu í nágrana og viðskiptalöndum landsins. Landsframleiðsla í Kína hefur aukist mjög hratt milli ára og hefur aldrei verið meiri en í ár samkvæmt því sem segir í tölfræðiögnum sem birt voru í Peking fyrir skömmu.