Alþjóðaorkumálastofnunin (International Energy Agency, IEA) segir að hækkandi olíuverð er farið að bíta á eftirspurn eftir olíu. Stofnunin segir að eftirspurn hafi dregist saman á síðustu mánuðum.

Í nýrri spá gerir ráð IEA ráð fyrir að eftirspurn í heiminum sé óbreytt frá fyrri spá. Gert er ráð fyrir 1,6% aukningu frá fyrra ári, eða 1,4 milljónir tunna á daga. BBC fjallar um málið í dag.

Stofnunin lýsti einnig yfir áhyggjum vegna framboðsskorts. Í mars féll framboð saman um 700 þúsund tunnur vegna átaka í Líbíu. Ef sama þróun heldur áfram út árið verður birgðarstaða ríkja OECD sú lægsta í fimm ár í desember.

Olíuverð lækkaði á mörkuðum í gær eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf út að olíuverðshækkanir ógni efnahagsbata í heiminum. Verð á tunnu af Brent Norðursjávarolíu var um 124,5 dollarar á mörkuðum í London í dag.