Spurn eftir farsímum á heimsmarkaði helst ennþá sterk, þrátt fyrir blikur á lofti í efnahagslífi hinna ríkari þjóða og hækkandi heimsmarkaðsverði á matvælum. BBC segir frá þessu í dag.

Talið er að 282 milljónir farsíma hafi verið framleiddar á fyrsta fjórðungi ársins, sem er 14% aukning frá árinu áður. Meginástæða þessa vaxtar er aukin eftirspurn í Afríku og Asíu.

Nokia hefur sem áður mesta markaðshlutdeild á farsímamarkaðnum, eða 40,9%. LG og Samsung sóttu á í fjórðungnum og juku markaðshlutdeild sína, en Apple, Sony-Ericsson og Motorola gáfu hins vegar eftir.